„En ógleymanleg verða hrímhvítu trén sem uxu smám saman yfir baksviðið, hendurnar allar sem umluku og léku um líkama Alexis (einkennilega fagrir líkamshlutar handleggir), dásamleg senan þegar fiðrildið Sunna Reynisdóttir brýst út úr púpu sinni í undursamlegum litbrigðaleik og þegar hún vefur silkiböndin utan um Alexi. Þessi sviðslistahópur – eða hópar, því með myndræna leikhópnum […]
TMM
Í iðrum hvalsins : TMM
„Gestir eru leiddir í afmörkuðum hópum um geysistórt rými Brimhússins sem mótað er eftir innviðum stórhvela og fá alls konar upplifanir sem maður á ekki von á í innyflum hvala – hitta seiðkonur, galdrakarla, miðil, spákonur, fiðraðan mann sem er einn á báti uppi undir lofti og heldur kannski að hann sé guð. Maður fær […]
Áttu eld? : TMM
„Það vantar svo sem ekki að fólk sé stolt af menningararfinum á góðri stund. Í gróðærinu þótti fínt að vísa í fornritin: Umfjöllun um starfsemi Íslenskrar erfðagreiningar var tengd sagnaritun og fornum ættfræðiáhuga og ákjósanlegt fyrir Kára Stefánsson forstjóra að láta taka sjónvarpsviðtöl við sig með bókakost Árnastofnunar í baksýn. Annað líftæknifyrirtæki kallaði sig Urður Verðandi Skuld og Íslandsbanki skipti um nafn og vildi heita Glitnir eins og bústaður Forseta er sagður heita í Snorra-Eddu. Tilvitnanir í Hávamál skreyttu risastóra borða utan á hóteli í Pósthússtræti og í höfuðstöðvum FL-group í Lundúnum mættu viðskiptavinir einnig spakmælum úr hinu forna kvæði (og nei, „Margur verður af aurum api“ var ekki þar á meðal). Það er ekki laust við að manni finnist að fornritin hafi þarna verið orðin einn allsherjar fylgihlutur – dýrindis accessoire, það sem kallað er „bling“.“
TMM-vefurinn birtir mikinn bálk úr væntanlegu Tímariti – Svanhildur Óskarsdóttir skrifar um menningararfinn. Áttu eld? : TMM.
Á sjó : TMM
„Kristínarnar tvær hafa ekki dulið í viðtölum og umfjöllun um verkið að það sé táknrænt enda blasir það við. Vinsælt er að tákna lífið með sjóferð og þjóðarskútan er algengt tákn um íslenskt samfélag. Nöfn farþeganna vísa líka ótvírætt í íslenskt landslag og náttúru. Þessi þjóðarskúta er ekkert glæsiskip og það fer ekki sérlega vel um farþegana um borð. Konurnar húka í kojum og bedda í gluggalausri kompu neðst í skipinu, karlarnir í svefnsal ofar, væntanlega töluvert skárri vistarveru, auk þess sem þeir hafa barinn til ráðstöfunar þar sem þeir syngja og spila og skemmta sér meðan konurnar þrefa og þrasa undir þiljum.“
Silja Aðalsteinsdóttir skrifar um leikritið Ferjuna eftir Kristínu Marju Baldursdóttur, í uppsetningu Kristínar Eysteinsdóttur via Á sjó : TMM.
Mala domestica : TMM
„En svo ætlaði þakið hreinlega af húsinu og allir stóðu á fætur sem einn maður, æpandi og klappandi, þegar höfundarnir gengu fram á sviðið, líbrettuskáldið Friðrik Erlingsson og þó fyrst og fremst gamli elskaði popparinn Gunnar Þórðarson sem hefur glatt okkur með lögum sínum og hljóðfæraleik í hálfa öld. Það má mikið vera ef í heiminum öllum finnst dægurtónlistarmaður sem nær eins stórkostlegum hápunkti á feril sinn og Gunnar náði í gærkvöldi.“
Silja Aðalsteinsdóttir skrifar á TMM-vefinn um óperuna Ragnheiði.
via Mala domestica : TMM.