Fljúga marglitu fiðrildin : TMM

„En ógleymanleg verða hrímhvítu trén sem uxu smám saman yfir baksviðið, hendurnar allar sem umluku og léku um líkama Alexis (einkennilega fagrir líkamshlutar handleggir), dásamleg senan þegar fiðrildið Sunna Reynisdóttir brýst út úr púpu sinni í undursamlegum litbrigðaleik og þegar hún vefur silkiböndin utan um Alexi. Þessi sviðslistahópur – eða hópar, því með myndræna leikhópnum VaVaVoom stendur tónlistarhópurinn Bedroom Community að þessari sýningu – getur beinlínis galdrað eins og maður varð vitni að aftur og aftur. Það verður alveg nauðsynlegt að lesa þessa ljóðabók til að komast að því sem örvaði þau svona til listrænna dáða.“

Silja Aðalsteinsdóttir skrifar um Wide Slumber (síðasta sýning í kvöld) via Fljúga marglitu fiðrildin : TMM.