Í kvöld, miðvikudaginn 7. maí, kl. 20:00 munu útgáfufélagið Meðgönguljóð og sögubloggið Smjörfjall sögunnar standa fyrir pallborðsumræðum um sagnfræði og skáldskap á Loft Hostel við Austurstræti. Þátttakendur eru Hallgrímur Helgason, rithöfundur, Sigrún Pálsdóttir, rithöfundur, Sigrún Alba Sigurðardóttir, menningarfræðingur og lektor við Listaháskóla Íslands, og Sjón, rithöfundur. Í pallborðinu verða könnuð mörk skáldskapar og sagnfræði. Hvað […]
Sjón
Tónlist vikunnar: Sjálfhverfa frontmannsfíflið talar!
(ÓTRÚLEGA LANGT VIÐTAL VIÐ GUNNAR RAGNARSSON, GRÍSALAPPALÍSUNG)
Rokksveitin Grísalappalísa er með því skemmtilegra sem árið 2013 færði íslendingum. Virðast íslendingar almennt hallir undir þá skoðun, enda hafa hljómsveitarlimir ekki haft undan því að taka við allskonar viðurkenningum og svoleiðis upp á síðkastið. Þótti mér því kjörið að senda Gunnari Ragnarssyni, öðrum söngvara sveitarinnar, tölvupóst með nokkrum spurningum sem gaman væri að fá […]
Takk, Kristinn
Mig langar að taka þátt í nýhafinni kurteisisvæðingu þessa vefrits og þakka Kristni Sigurði Sigurðssyni fyrir þakkarpistil hans til Snæbjarnar Brynjarssonar. Ég er nefnilega raunverulega þakklátur að einhver skuli vekja athygli á þeirri staðreynd hve Þjóðleikhúsið sé mikið borgarleikhús. Kristinn er auðvitað kjaftfor – sem er oft skemmtilegt – en það eyðileggur dálítið annars ágæta […]
Takk, Snæbjörn – Part II
Það er einn annar punktur sem mig langar til að nefna. Athyglisverðasta greiningin í grein Snæbjörns er innan sviga. Hún er eiginlega hvísluð. Nefnd í framhjáhlaupi, í einhverri allt annarri umræðu. En þessi greining er stórmerkileg. Því verður vart komið í orð hvað hún ávarpar mikið aðalatriði. Bleika fílinn í íslenskri leikhúsmenningu. (það er óopinbert […]
Tónlist vikunnar: Nine Inch Nails og skelfingin
Það er í raun fáránlegt að hugsa til þess hve stutt er síðan poppmúsík (hér nota ég orðið poppmúsík yfir alla músík sem er ekki klassísk tónlist eða djass eða eitthvað, semsagt popp, rokk, rapp, teknó og þar fram eftir götunum) gat verið hættuleg. Svona í alvörunni hættuleg, þannig að hún ól með sómakæru fólki […]