Skáldskapur vikunnar: „E-mail“

Smásaga eftir Sindra Freysson

Kæri E.

Albéres var næstum hamingjusamur þegar hann vaknaði þennan fagra maímorgun við hljóð regndropa sem féllu á þakið einsog hamrað væri á ritvél. Sólin strokaði út allan texta regnsins hálftíma síðar. Í veðurblíðunni kristallaðist allt hið besta sem hægt var að finna í Frakklandi á þessum árstíma.

Já, næstum hamingjusamur – eins hamingjusamur raunar og gagnrýnandi getur yfirhöfuð orðið. Eina sem raskaði ró hans var þegar hann leit yfir á spanskgrænt þakið handan götunnar og kom auga á rytjulega kráku …

Kristín Helga Gunnarsdóttir nýr formaður RSÍ

Í kvöld á aðalfundi Rithöfundasambandsins voru talin atkvæði í stjórnarkjöri, en Kristín Helga Gunnarsdóttir og Sindri Freysson tókust á um formannsstólinn á meðan Hallgrímur Helgason og Hermann Stefánsson vildu embætti meðstjórnanda. Fóru leikar svo að Kristín Helga verður formaður og Hallgrímur Helgason meðstjórnandi. Gauti Kristmannsson og Jón Kalman Stefánsson voru sjálfkjörnir í stjórn.

Kjósið mig!

– Rithöfundasambandið velur nýja stjórn

Framundan eru kosningar til stjórnar Rithöfundasambands Íslands. Sex buðu sig fram í hinar ólíku stöður og þar af voru tveir – Gauti Kristmannsson og Jón Kalman Stefánsson – sjálfkjörnir. Tveir takast á um stöðu meðstjórnanda, þeir Hermann Stefánsson og Hallgrímur Helgason. Sjálft formannsembættið – sem er hálft starf – vilja þau Kristín Helga Gunnarsdóttir og Sindri […]

RSÍ: Tveir í formann og tveir í meðstjórnanda

Framboðsfrestur vegna stjórnarkjörs í Rithöfundasambandi Íslands 2014 rann út 21. mars síðastliðinn. Tveir buðu sig fram í formann, þau Kristín Helga Gunnarsdóttir og Sindri Freysson, og tveir buðu sig fram til meðstjórnanda, þeir Hallgrímur Helgason og Hermann Stefánsson. Kjörgögn verða send meðlimum sambandsins en kosið verður á aðalfundi þann 8. maí næstkomandi. Varaformaður telst sjálfkjörinn […]

Sindri Freysson í formann RSÍ

Rithöfundurinn Sindri Freysson hefur tilkynnt framboð til formanns Rithöfundasambands Íslands, fyrstur manna, en kosið verður þann 8. maí. Sindri, sem er fæddur 1970, hefur gefið út fjölda bóka fyrir börn og fullorðna – fyrst Fljótið sofandi konur árið 1992 en síðast Í klóm dalalæðunnar. Þá hefur hann starfað sem blaðamaður. Sindri tilkynnti þetta á Facebook […]