RIFF: Boyhood

Sú mynd sem mig langaði mest að sjá á RIFF að þessu sinni var Ungdómur (Boyhood) eftir leikstjórann Robert Linklater, höfund þrenningarinnar góðu, Before Sunrise, Before Sunset og Before Midnight. Ég var einnig mjög hrifinn af fyrstu myndum Linklaters, Slacker, sem fjallar um nokkra dásamlega stefnulausa slæpingja í Austin, Texs, og svo Dazed and Confused, […]

RIFF: Úr franskri sveit á kanadíska geðheilbrigðisstofnun

Litli Quinquin: Grín, grimmd og rasismi í franskri sveit Franska fjögurra þátta sjónvarpssyrpan Litli Quinquin er með því allra einkennilegasta sem ég hef séð í bíó, samtals rúmir þrír klukkutímar af óútskýrðri grimmd, súrrealískum furðulegheitum, skrítnum frönskum hreim og hrottafengnum morðum. Sagan hefst á því að fjórir litlir ólátabelgir, þar á meðal Quinquin litli, elta […]

Dimitri Eipides– Opið bréf vegna RIFF – Vísir

Það að byggja upp kvikmyndahátíð kallar á mikla fagþekkingu, vinnu og áhuga. Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík, sem verður haldin í 11. sinn á þessu ári, hefur orðið að viðurkenndri hátíð alþjóðlega og hefur tekið á móti virtum kvikmyndagerðarmönnum og fagfólki frá öllum heimshornum. Hún hefur hlotið mikið lof alþjóðlegra gesta og fjölmiðla. Án nokkurs vafa eru tækifæri hennar til að þróast áfram og stækka augljós, að því gefnu að ekki séu gerðar tilraunir til að draga úr möguleikum hennar með því að stofna aðra viðburði henni til höfuðs. Það er afar sorglegt að svo merkur áfangi skuli steyta á hindrunum sem ógna framtíð hennar.

Dimitri Eipides, fyrrverandi dagskrárstjóri RIFF, skrifar opið bréf vegna ákvörðunar borgarstjórnar um að láta af stuðningi við hátíðina.

Sjá nánar: Vísir – Opið bréf vegna RIFF.