Harvest var númer 78. Það er plata sem ég þekki miklu betur. Plata sem mér finnst frábær. Ég fór út að hlaupa með þessa í eyrunum áðan og hún fór að mestu framhjá mér – það er eitthvað hversdagslegt og þægilegt við hana, en ég get ekki sagt að hún hafi hreyft neitt við mér. […]
Neil Young
78: Harvest með Neil Young
Mig minnir að ég hafi lesið einhvers staðar að Neil Young hafi tekið upp þessa plötu í bakspelkum eftir mótorhjólaslys, útúrdópaður á verkjalyfjum, hallandi sér upp að magnaranum með lokuð augun og beðið þess að þetta helvíti væri búið og hann gæti snúið sér að batanum. Þessu get ég áreiðanlega slegið upp. Augnablik. Nei. Ég […]