Karnaval í Ríó, Kristur á Corcovado og Öskudagur í snjó Það ríkir yfir nóttinni vogskorin fjallalína, falleg og myndræn og söngurinn ómar í transkenndum rythma, sóttheit nótt og upplýstur Endurlausnarinn með faðm sinn eins og stjörnuþoka af táknum að brjóta sér leið inn um dáleidd augu fjöldans á Sambódróme þar sem sjötíu þúsund manns trampa […]
Messurýni
Engill til bjargar: Prédikanir á föstu
Að taka föstutextana alvarlega er að íhuga föstuna með sínu trúarlega inntaki, þann aðdraganda að krossfestingu Krists sem gerir stöðu hans og fórn áþreifanlega í lífi hins trúaða. Við búum aftur á móti við hefðir og í sumum þeirra felast möguleikar á því að „koma sér hjá föstuboðskapnum“ – eins og raunin var í prédikun […]
Smituð af hungri réttlætis: Prédikanir á föstu
„Gef öllum þeim sem hungra brauð þitt, en hungur réttlætis þeim sem nóg eiga brauð.“ – Úr suður-amerískum altarisgöngusálmi. Það er nokkur list – sér í lagi í prédikun – að skilja mál sitt eftir í því tómi að þeir sem hlýða velti þeim punktum sem fram voru settir í hófsemd og komist að eigin […]
Sjö aðra sér verri: Prédikanir á föstu
„Látið engan tæla ykkur með marklausum orðum því að vegna þessa kemur reiði Guðs yfir þá sem hlýða honum ekki.“ (Ef.5.7) Það má með sanni segja að textar föstunnar séu með þeim torveldari þegar kemur að verkefni prestsins að leggja út af, glaðsinna og bjartsýnn, sóknarbörnum sínum til upplyftingar og mannbætandi íhugunar. Guðspjall síðastliðins sunnudag […]
Erindi kanverskrar konu : Prédikanir á föstu
Við erum hastarlega slitin úr sambandi við mögulegan áhrifamátt prédikunar eins og hún verkar í heiminum þegar við kynnumst ekki erlendum straumum og stefnum. Það er nákvæmlega af sama meiði og að kynnast erlendum listum, leikhúsi, tónlist; það eflir okkur sem neytendur lista og þroskar. Fram að því að kvikmyndin Málmhaus leit dagsins ljós s.l. […]
Innreið syndarinnar: Prédikanir á föstu
I Það er ekki nýtt þó nokkuð sé um liðið síðan rýnt hefur verið að gagni í prédikun kirkjunnar eins og um hverja aðra menningarrýni sé að ræða. Það er að mínu mati verðugt verkefni og áhugaverð áskorun á þessari föstutíð að greina prédikunarkúltur útvarpsmessunnar, m.a. vegna þess margbreytileika sem birtist í prédikun presta þjóðkirkjunnar. […]