Ferjan Kristín Marja Baldursdóttir Leikstjórn: Kristín Eysteinsdóttir Leikmynd: Vytautas Narbutas Búningar: Stefanía Adolfsdóttir Lýsing: Þórður Orri Pétursson Hljóð: Baldvin Magnússon Tónlist: Hallur Ingólfsson Leikgervi: Árdís Bjarnþórsdóttir Leikarar Hildur Berglind Arndal Katla Margrét Þorgeirsdóttir Halldór Gylfason Guðjón Davíð Karlsson Hilmar Guðjónsson Birgitta Birgisdóttir Anna Kristín Arngrímsdóttir Elva Ósk Ólafsdóttir Það er vissulega fólgið í auga þess […]
Kristín Marja Baldursdóttir
Ferjan í Borgarleikhúsinu | Kvennablaðið
„Í skýringum á framvindu leikritsins birtist þessi setning mjög víða „Óvænt atburðarás er í uppsiglingu“ Ég náttúrlega veit ekki á hvaða skala blondínan í mér er en ég varð ekki vör við óvænta atburðarás, hún bara fór framhjá mér. Ég biðst fyrirfram afsökunar á því ef það er persónulegur sauðagangur minn sem veldur. Jæja, áfram, ég til að mynda skil ekki karakterana í verkinu, eða ég næ engri dýpt í þá. Konurnar eru allar taugabilaðar hver á sinn hátt, ólíkar innbyrðis og nota því mismunandi aðferðir við að leyna sinni veiklun og þar af leiðandi eru það mismunandi aðstæður sem keyra innra myrkur þeirra upp á yfirborðið en allt gerist það um borð í Ferjunni.“
Helga Völundardóttir skrifar um Ferjuna Ferjan í Borgarleikhúsinu | Kvennablaðið.
Á sjó : TMM
„Kristínarnar tvær hafa ekki dulið í viðtölum og umfjöllun um verkið að það sé táknrænt enda blasir það við. Vinsælt er að tákna lífið með sjóferð og þjóðarskútan er algengt tákn um íslenskt samfélag. Nöfn farþeganna vísa líka ótvírætt í íslenskt landslag og náttúru. Þessi þjóðarskúta er ekkert glæsiskip og það fer ekki sérlega vel um farþegana um borð. Konurnar húka í kojum og bedda í gluggalausri kompu neðst í skipinu, karlarnir í svefnsal ofar, væntanlega töluvert skárri vistarveru, auk þess sem þeir hafa barinn til ráðstöfunar þar sem þeir syngja og spila og skemmta sér meðan konurnar þrefa og þrasa undir þiljum.“
Silja Aðalsteinsdóttir skrifar um leikritið Ferjuna eftir Kristínu Marju Baldursdóttur, í uppsetningu Kristínar Eysteinsdóttur via Á sjó : TMM.