Fyrir þremur árum síðan var þessi mynd frumsýnd á yndislegu hátíðinni Skjaldborg – Hátíð íslenskra heimildamynda. Nokkrir sáu hana síðan í Bíó Paradís, en samt er hún eiginlega búin að standa í hálsinum á mér eins og kartafla eða ósagt orð. Hálfsagt orð. Svo ég geti vaxið upp úr henni sjálfur segi ég núna gjörið svo vel. Njóti þeir sem njóta vilja – og dreifi þeir sem dreifa vilja.
Haukur Már Helgason (á Facebook)
heimildarmynd
Bíó vikunnar: Alheimur / Universe
Þjóðarkvikmyndaráð Kanada stóð að framleiðslu þessarar hálftíma löngu svarthvítu heimildamyndar um geimrannsóknir árið 1960, eða einu ári áður en Júrí Gagarin fór í geimferð fyrstur manna. Annar leikstjóra heimildamyndarinnar, Colin Low, starfaði síðan með Stanley Kubrick að kvikmyndinni 2001: A Space Odyssey, sem var frumsýnd árið 1968. Skyldleiki þessarar stuttu heimildamyndar við verk Kubricks virðist margvíslegur.