Í dag verður sett Bókahátíð á Flateyri í fyrsta sinn. Hátíðin, sem fer fram víða á Flateyri, verður haldin í dag og á morgun og meðal þeirra sem koma fram eru Björk Þorgrímsdóttir, Bjarni Bernharður Bjarnason, Bjarki Karlsson, Eiríkur Örn Norðdahl, Hörður Steingrímsson, Kristín Eiríksdóttir og Björn E. Hafberg. Frekari upplýsingar fást á bokahatid.is.
Björk Þorgrímsdóttir
Að yrða og innbyrða
Um Neindarkennd eftir Björk Þorgrímsdóttur
Fyrir nokkru var mér sagt að eiginlega merki orðið trauma tóm eða gat sem engin leið er að fylla upp í. Líkt og titill ljóðabókarinnar Neindarkennd eftir Björk Þorgrímsdóttur gefur til kynna fjallar verkið meðal annars um tilfinningu fyrir tóminu eða öllu heldur um hið óyrðanlega. En í bókinni lýsir höfundur því hvernig formgerð tungumálsins […]
„Orðin verða áríðandi“ – viðtal við Björk Þorgrímsdóttur
Fyrir tæpu ári gaf Björk Þorgrímsdóttir út sína fyrstu bók – Bananasól – eins konar skáldsögu úr smáprósum, hjá forlaginu Tunglið. Nú hefur hún gefið út sína fyrstu ljóðabók – Neindarkennd – hjá Meðgönguljóðum. Björk er Reykvíkingur, menntuð í heimspeki og bókmenntafræði, og stundar nú framhaldsnám í ritlist við Háskóla Íslands. Ljóðabókin, sem höfundur hefur […]