Bíó vikunnar: Steinsnar milli fordæminga og fordóma

Snorri Ásmundsson listamaður birti á dögunum myndband sem síðan hefur skotið upp kollinum á helstu fréttamiðlum Íslands. Í myndbandinu syngur Snorri ísraelska þjóðsönginn, Hatikvah, á hebresku. Það má heita frekar hlutlaust mat að hann syngi hann illa: tilþrifalítill söngurinni virðist hluti af verkinu. Futuregrapher útsetti tónlistina. Marteinn Þórsson sá um kvikmyndatöku og klippingu. Öll sú vinna virðist nógu vel leyst af hendi til að vera óáhugaverð andspænis innihaldi verksins.

Bíó vikunnar: Alheimur / Universe

Þjóðarkvikmyndaráð Kanada stóð að framleiðslu þessarar hálftíma löngu svarthvítu heimildamyndar um geimrannsóknir árið 1960, eða einu ári áður en Júrí Gagarin fór í geimferð fyrstur manna. Annar leikstjóra heimildamyndarinnar, Colin Low, starfaði síðan með Stanley Kubrick að kvikmyndinni 2001: A Space Odyssey, sem var frumsýnd árið 1968. Skyldleiki þessarar stuttu heimildamyndar við verk Kubricks virðist margvíslegur.