Hvar er umræðan? | RÚV

„Við viljum meira af umfjöllun sem setur tónlistina í samhengi, faglega umræðu um það sem á sér stað í tónlist, hvað hún stendur fyrir, hvernig er hún flutt, til hvers, fyrir hvern og hvers vegna: Ég kalla eftir tónlistarfræðingum því þeir eru fáir hér á landi, tónlistarsaga Íslands á 20. öld bíður þess að vera betur skrásett og rannsökuð og samtímann vantar orðræðu um tónlist. Það er nánast hægt að telja á fingrum annarrar handar þau opinberu rit sem fjalla um tónlist á Íslandi á 20. öld og hvað þá þeirri 21.“

Berglind María Tómasdóttir skrifar og flytur pistil um tónlistarrýni í Víðsjá Hvar er umræðan? | RÚV.

Eins og blaut tuska í andlitið | RÚV

„Mig grunar reyndar að svarið liggi því miður í þeirri staðreynd að af öllu því rugli sem er í gangi þessa dagana þá virki þetta léttvægt, algjört aukaatriði og auðvitað er það jákvætt í sjálfu sér að auknir fjármunir séu settir í fjársvelta menningarstarfsemi. Að minnsta kosti finnst mörgum okkar sem ættum einmitt að vera gagnrýna þetta, fjármunum vel varið sem renna þó til listamanna þessa lands. En tölum samt aðeins um þetta í alvöru, þá staðreynd að þarna eru pólitíkusar að taka ákvarðanir um hvaða tónlist skal ríkisstyrkt á sama tíma og mikið hefur verið fyrir því haft í fjöldamörg ár að stuðla að fagmennsku og gagnsæi í stjórnsýslu lista- og menningarmála.“

 

Berglind María Tómasdóttir fjallar um ríkisstyrki til lista: Eins og blaut tuska í andlitið | RÚV.

„Tónlistarsagan er saga af verkum karla“ – Tónlist kvenna | RÚV

„Tónlistarsagan, líkt og önnur menningarsaga er saga af verkum karla. Í klassískum tónlistarheimi er sífellt verið að endurskapa gömul og klassísk verk og þannig er dvalið í fortíðinni — í nútíðinni. Það er innbyggð íhaldsemi í faginu sem aftur smitar vel út frá sér inn í heim nútíma- eða samtímatónlistar enda flestir þar komnir úr heimi klassíkur. Tilraunatónlist er ögn skárri enda kannski ákveðið kynleysi til staðar í þeim tónlistargeira, og áhrifin fjölbreytilegri.“

Berglind María Tómasdóttir flutti pistil í kjölfar uppskeruhátíðar KÍTÓNS 

via Tónlist kvenna | RÚV.