„Tónlistarsagan er saga af verkum karla“ – Tónlist kvenna | RÚV

„Tónlistarsagan, líkt og önnur menningarsaga er saga af verkum karla. Í klassískum tónlistarheimi er sífellt verið að endurskapa gömul og klassísk verk og þannig er dvalið í fortíðinni — í nútíðinni. Það er innbyggð íhaldsemi í faginu sem aftur smitar vel út frá sér inn í heim nútíma- eða samtímatónlistar enda flestir þar komnir úr heimi klassíkur. Tilraunatónlist er ögn skárri enda kannski ákveðið kynleysi til staðar í þeim tónlistargeira, og áhrifin fjölbreytilegri.“

Berglind María Tómasdóttir flutti pistil í kjölfar uppskeruhátíðar KÍTÓNS 

via Tónlist kvenna | RÚV.