Ég ætla ekki að þykjast vera sérfræðingur um pönk, hvað þá áhugamaður um pönk. Ég er varla áhugasöm um tónlist. Ég er hins vegar ung kona á Íslandi og því finnst mér ég eiga fullt erindi til að spá og spekúlera í nýútkominni plötu feminísku pönkhljómsveitarinnar Hórmóna „Nananana Búbú“. Ég hafði ekki heyrt eitt einasta […]
Höfundur: Ragnheiður Birgisdóttir
Að vanda til verka
Um Mannasiði eftir Maríu Reyndal
Páskamynd RÚV, Mannasiðir eftir Maríu Reyndal, hefur vakið mikla athygli enda á hún brýnt erindi við samtímann. Hún smellpassar inn í þá umræðu um kynbundið ofbeldi sem hefur verið ríkjandi í samfélaginu undanfarið. Myndin, sem sýnd var í tveimur hlutum, fjallar um menntaskólastrák sem er sakaður um að hafa nauðgað skólasystur sinni og áhrif þess […]
Tekst á flug og grípur lesandann með sér
Um Sögu Ástu eftir Jón Kalman Stefánsson
Það sem þarf til þess að bókabransinn lifi er að einhverjir lesi bækur. Á þessum hraðskreiðu tímum netheima, samfélagsmiðla og tækniframfara þarf til þess grípandi bækur sem halda lesendum við efnið. Það er kannski þess vegna sem glæpasögur tröllríða öllu um þessar mundir. Glæpasögur, að minnsta kosti ef eitthvað er varið í þær, grípa lesandann, […]
Farsælt ástarsamband með húmorinn að vopni
Um leikverkið Ahhh... Ástin er að halda jafnvægi / nei fokk / ástin er að detta
Leikhópurinn RaTaTam bauð upp á dýrindis kvöldskemmtun í Tjarnarbíói föstudagskvöldið 9. febrúar. Þá frumsýndi hópurinn leikverkið Ahhh… Ástin er að halda jafnvægi / nei fokk / ástin er að detta eftir Elísabetu Jökulsdóttur sem er leikstýrt af Charlotte Bøving. Við skemmtum okkur konunglega, ég og gamli maðurinn sem sat við hliðina á mér og auðheyranlega […]