Cheilopogon heterurus torfur af fljúgandi fiskum komu á móti mér Var tilbúinn í göngutúr er ég sá frostþokuský úr fjarska -eins og dreka á vatni- það voru torfur af fiskum að koma fljúgandi úr norðri eins og skriðdrekar sem kæmu skyndilega inn götuna og ég væri ekki búinn að frétta af neinu […]
Höfundur: Gísli Þór Ólafsson
Vélmenni sem peð – jarðað peð
Drottningarfórn (stundum verða leikirnir lífið sjálft)
Og ég var vélmenni sem var peð sem fórnaði sér fyrir drottningu og hélt svo áfram að æsa sig á hliðarlínunni sagði alla hluti umbúðarlaust og kóngafólkið hékk á skákborðinu með vandlætingarsvip og krosslagðar hendur, yfirlæti í svip – í tóni ef það ávarpaði okkur, lýðinn yfir höfuð því almenningur (sem er bara tölur á […]