Örfá orð um nýjasta geisladisk Víkings Heiðars Ólafssonar, Philip Glass: Piano Works, en hann inniheldur tíu af tuttugu etýðum Philips Glass, tónverkið Glassworks: Openings, auk þess sem Strengjakvartettinn Siggi og CFCF flytja strengjaútsetningar á fjórum etýðum. Philip Glass var alltof lengi á leiðinni til mín, en í dag er eins og hann hafi alltaf verið […]
Höfundur: Davíð Stefánsson
Óþelló 14–2 Jón Viðar
Ég fór bálreiður af Óþelló um daginn og alla leiðina heim kraumaði í mér löngun til að skrifa langa grein um þessa metnaðarfullu uppsetningu Vesturports – og um fordæmalausan, fáránlegan, kjánalegan, rætinn, tilgangslausan og innihaldsrýran pistil Jóns Viðars Jónssonar. Ég meina, Jón Viðar notar tækifærið í alllöngu ranti sínu til að takast persónulega á við […]
Límonaði er ljóðaverk – drottningin Bey hefur talað
Allt frá árinu 1981 hefur meðvitund mín verið sósuð í tónlist, til að byrja með í syntapoppinu frá Ultravox og Human Leage, síðar í poppmaukinu frá Rick Astley og álíka Stock/Aitken/Waterman-verksmiðjum og enn síðar í tilfinningaþrungnu nýbylgjunni frá Depeche Mode og The Cure. Síðar tók við slatti af pönki, enn síðar djass, klassík og nýklassík. […]
Fimmtudagur á Airwaves 2016
Það er löngu orðið þreytt að tönnlast á því hversu mikil tónlistarjól Iceland Airwaves er orðin í lífi tónlistarunnenda í borginni. Ég ætla samt að segja það bara hér, til að koma því frá og demba mér í umfjöllun um þær hljómsveitir sem ég sá í ár, að heilt yfir er hátíðin eitt merkilegasta menningarframlag […]
Seint koma sumir en koma KOI
Mér líður svolítið eins og ég hafi farið í geimferðalag og geti notað það sem afsökun fyrir löngum skilatíma, en svo er því miður ekki. Í sumar varð ég þess heiðurs nefnilega aðnjótandi að fara á leiksýninguna Könnunarleiðangur til KOI og svo bara tók sumarið við með öllum sínum sólardögum og snúningum og engin urðu […]
Sturlaðir menn, sögulausir menn
Eru sturlaðir hryðjuverkamenn sturlaðir vegna þess að þeir eru „sögulausir“? Ég veit það ekki, en mig langar að velta því fyrir mér. Eftirfarandi brot las ég nýverið og það settist djúpt í mig: Sagt hefur verið að einn þátturinn sem greini okkur, sem dýr, frá öllum öðrum dýrum sé sú staðreynd að líf okkar verði að vera sögur, frásagnir, og þegar sögurnar okkar […]
Hvernig finnur ræstitæknir til?
*** Fyrirvari: Stutta útgáfan af þessum leikdómi er svona: Sjaldan hefur leikverk haft jafnmikil áhrif á mig og Sóley Rós ræstitæknir gerði. Ef þú ætlar þér að sjá það vil ég mæla með því að þú hættir að lesa – það borgar sig nefnilega að vita sem minnst og láta sýninguna þannig koma aftan að þér.