Draumarnir raungerast sem tölur í heimabankanum. Gufa upp í sjálfsefanum. Og óhjákvæmilega kemur kannski sá tími þegar sjálfsvíg er eina ólæsta hurðin út úr brennandi húsi. Úr þvottavél fullri af rakvélarblöðum og salti í lungnamjúkan faðm myrkursins. Teningunum kastað aftur. Kannski ertu heppinn og fæðist í betra póstnúmeri næst. Ef ekki þá má náttúrulega alltaf […]
Höfundur: Bragi Páll Sigurðsson
Ljóð eftir Braga
Dag eftir dag eftir ferðast í leiðslu gegnum venjurnar Ef uppáhalds maturinn er ekki til þá bara það næstbesta og í kvöld ætla ég sko að fara fyrr að sofa. Held ég hafi aldrei verið svona þreyttur. Dag eftir dag eftir brjóta prinsippin fullkomnlega og lofa að standa við þau að nýju. Hafnaðar umsóknir, slitnar […]
Áferðarfallegt andvarp
Um Skýjafar eftir Jónu Kristjönu Hólmgeirsdóttur
Frá því ég man eftir mér hef ég dregist að afgerandi tjáningu. Listamenn með kreppta hnefa, gnístandi tönnum, oft bókstaflega öskrandi um upplifun sína á mannlegu ástandi. Með tímanum mildaðist ég í pjúrítanískri afstöðu minni. Eftir stendur samt að sú sköpun sem ég sækist helst í er sú sem virðist verða til í sjúklega hreinskilnu, […]
[nafnlaust] eftir Braga Pál Sigurðarson
Í tóminu er sturlun. Rauðir ferlar hverfast um kúpuna. Hey sturlun! Hey random atburðir! Í kremju milli fjörugrjóts. Á leiðinni fram af hengifluginu, þessar ljúfu stundir í lausu lofti. Loksins frjáls. Ganga. Skríða. Hlaupa. Kóma. Hlusta. Hreinsa. Skríða. Bébébéráðum kákákájémur bébébétri tététéíð emmemmemmeð blóm í haga. Slúðurvélin gengur vel, dælir út hálfsannleik með klípu […]