Brot úr bók í vinnslu rigningin hellist yfir strætin víkka þessir metrar á milli húsa óyfirstíganlegir eftir teinum renna vagnar til að ferja okkur úr einni sjálfheldu í aðra tætingslegur maður skolast um borð í sporvagninn með tætingslegt hundblautt dýr í eftirdragi það pompar niður við miðstöðina vagninn fyllist heitum fnyk af blautum hundi fljótlega […]
Höfundur: Arngrímur Vídalín
Skyldu sorgirnar verða eyrnamerktar?
Slitförin er ekki auðveld bók, hvorki aflestrar né að umfjöllunarefni. Jafnvel titilinn mætti skilja á tvenna vegu: slitför henda margar konur eftir barnsburð, órækur vitnisburður um líkamlega áreynslu meðgöngunnar. En leiðin til sátta þar sem ekki er gróið um heilt eftir sár fortíðar getur sömuleiðis verið slítandi, eins konar slitför. Þannig verða slitför móðurinnar táknræn […]