Þrif header

Þrif

„Hombre, það eru opnar bódegur alla nóttina.“ „Þú skilur ekki. Þetta er hreint og notalegt kaffihús. Það er vel lýst. Lýsingin er mjög góð og nú eru, þar að auki, skuggar af laufunum.“ „Góða nótt,“ sagði ungi þjónninn. „Góða nótt,“ sagði hinn. Hann slökkti rafljósið og hélt áfram samtalinu við sjálfan sig. Það er lýsingin, auðvitað, […]

Skáldskapur vikunnar: Allir fara

Smásaga eftir Michael Marshall Smith í þýðingu Hjörvars Péturssonar

Ég sá mann í gær. Ég var á leið heim í gegnum óræktina með Matta og Jóa og við sögðum Jóa að hann væri vitlaus af því að hann hafði séð þessa risastóru kónguló og hann hélt að þetta væri svarta ekkjan eða eitthvað þegar þetta var bara, kónguló sko, og ég sá manninn.

Við gengum niður eftir í áttina að blokkinni og hlógum og ég leit óvart upp og þessi karl var þarna við endann á götunni, hann var stór og kom gangandi í átt til okkar. Við fórum út af götunni áður en hann mætti okkur og svo gleymdi ég honum.

Viljaverk í Palestínu: Aðfararorð

Ljóðabókin Viljaverk í Palestínu er gefin út þann 22. júlí árið 2014. Sum ljóðanna í henni urðu til löngu fyrr og einhver þeirra hafa birst áður en flest þeirra eru þó ort fyrir þessa bók. Áskorunin sem skáldin fengu fyrir viku var að bregðast með einhverjum hætti við frægu ljóði Kristjáns frá Djúpalæk, Slysaskot í Palestínu. Tekið var fram að þau mættu sjálf túlka hvað fælist í „viðbragði“ – að það þyrfti ekki nauðsynlega að vera nýr texti og gæti þess vegna verið þýðing á hundgömlu kvæði, ef það passaði.