Á dögunum bárust þær fréttir að forlagið Uppheimar væri hætt útgáfu. Ekki stærsta en eitt metnaðarfyllsta forlag landsins er hætt störfum. Forlag sem gaf út þýðingar á erlendum stórvirkjum og sinnti betur en aðrir því bókmenntalega markaðsskrípi sem stundum er kallað ljóðlist.
Uppheimar
Uppheimar hætta útgáfu
Bókaforlagið Uppheimar hefur hætt útgáfu eftir baráttu við fjárhagsörðugleika síðustu misserin. Forlagið mun þó ekki vera gjaldþrota. Uppheimar þóttu sýna talsverðan metnað, ekki síst í útgáfu þýddra fagurbókmennta, en á síðasta ári gaf forlagið meðal annars út Klefa nr. 6 eftir Rosu Liksom, Ó – sögur um djöfulskap eftir Carl Jóhan Jensen, heildarsafn ljóða Tomas […]