GusGus - Mexico

Tónlist vikunnar: Nýja GusGus platan er æði

Tónlist vikunnar er í styttra lagi núna. Í síðustu viku datt inn nýja GusGus platan og setti líf umsjónarmanns að einhverju leyti úr skorðum. Hún heitir Mexico, ég hef ekki hugmynd um af hverju. Síðasta plata hét Arabian Horse, ég skildi það eiginlega aldrei heldur. Af einhverjum ástæðum kýs íslenskasta hljómsveit samtímans 1 (og út síðustu tvo áratugi næstum) […]

Tónlist vikunnar: „ÁRANGUR ÁFRAM, EKKERT STOPP!“

– Spekingar spá í kosningaslagara

Nú eru sveitastjórnarkosningar á næsta leyti (á morgun meira að segja). Eins og allir vita er það besta við sveitarstjórnarkosningar lögin og tónlistarmyndböndin sem framboðin senda frá sér. Þar er eitthvað fyrir alla: Einlægt hamfarapopp, kaldhæðið hamfarapopp, órætt hamfarapopp. Og einusinni Botnleðja. Tónlist vikunnar vildi spá aðeins í þessu öllu og sendi því skeyti á […]