Áttu eld? : TMM

„Það vantar svo sem ekki að fólk sé stolt af menningararfinum á góðri stund. Í gróðærinu þótti fínt að vísa í fornritin: Umfjöllun um starfsemi Íslenskrar erfðagreiningar var tengd sagnaritun og fornum ættfræðiáhuga og ákjósanlegt fyrir Kára Stefánsson forstjóra að láta taka sjónvarpsviðtöl við sig með bókakost Árnastofnunar í baksýn. Annað líftæknifyrirtæki kallaði sig Urður Verðandi Skuld og Íslandsbanki skipti um nafn og vildi heita Glitnir eins og bústaður Forseta er sagður heita í Snorra-Eddu. Tilvitnanir í Hávamál skreyttu risastóra borða utan á hóteli í Pósthússtræti og í höfuðstöðvum FL-group í Lundúnum mættu viðskiptavinir einnig spakmælum úr hinu forna kvæði (og nei, „Margur verður af aurum api“ var ekki þar á meðal). Það er ekki laust við að manni finnist að fornritin hafi þarna verið orðin einn allsherjar fylgihlutur – dýrindis accessoire, það sem kallað er „bling“.“

TMM-vefurinn birtir mikinn bálk úr væntanlegu Tímariti – Svanhildur Óskarsdóttir skrifar um menningararfinn. Áttu eld? : TMM.