„Eru ekki að sjá neitt brjálæðislega spennandi í kringum sig“ | Listaukinn | RÚV

Ég veit ekki hvort ég sé að henda einhverri jarðsprengju út í loftið, en mér finnst þetta vera eitthvað strákadæmi. Þú veist. Þetta eru strákar að segja hvað þeim finnst um hlutina. Þeir eru ekki að sjá eitthvað brjálæðislega spennandi í kringum sig og tryllast úr spenningi að sýna öðrum það. Og einsog ég segi, þá hljómar það kannski pínu leiðinlega, en það er upplifun mín af þessu. Og ég upplifi þetta miklu meira þannig að ef maður vill fá þær skoðanir að þá fer maður þarna og nær sér í þær. Og ef maður vill það ekki þá gerir maður það ekki. Og ég veit ekki, þetta er svo miklu afmarkaðra [en veftímaritið Blær], þetta er heimspeki og þýðingar á ljóðum og svona, sem að, örugglega, það bara, er markhópur fyrir þetta, og ég er ekki að skoða svona á netinu. Þannig að ég einhvern veginn, ég veit ekki, ég nenni ekki að lesa greinar um þýðingar á heimspekiritum, eða eitthvað.

Benedikt Hermann Hermannsson (sem mælir hér að ofan) og Bryndís Björgvinsdóttir ræddu um veftímaritin Starafugl og Blæ í Listaukanum á Rás 1 via Listaukinn | RÚV.