Þjóðarkvikmyndaráð Kanada stóð að framleiðslu þessarar hálftíma löngu svarthvítu heimildamyndar um geimrannsóknir árið 1960, eða einu ári áður en Júrí Gagarin fór í geimferð fyrstur manna. Annar leikstjóra heimildamyndarinnar, Colin Low, starfaði síðan með Stanley Kubrick að kvikmyndinni 2001: A Space Odyssey, sem var frumsýnd árið 1968. Skyldleiki þessarar stuttu heimildamyndar við verk Kubricks virðist margvíslegur.