Sölvi Fannar Viðarsson
Nýjar myndir af Sölva Fannari
Einsog sjá má hefur blörrun verið aflétt af Starafugli. Til þess að svo mætti vera þurfti meðal annars að fjarlægja umdeilda mynd af Sölva Fannari Viðarssyni úr umfjöllun um gjörninga hans – þótt enn sé það afstaða ritstjórnar Starafugls að sú myndbirting eigi rétt á sér, hún teljist til tilvitnunar í listaverk sem hafi verið […]
Ritstjórnarpistill: Opnun
Höfundur hefur engan rétt, aðeins skyldur Jean-Luc Godard Líkt og allir vita sem á annað borð reka nefið hér inn var Starafugl nýlega kærður fyrir myndbirtingu án leyfis, þegar birt var mynd Ásgeirs Ásgeirssonar af athafnaskáldinu Sölva Fannari, sem áður hafði birst með ljóðum hans og fleiri myndum á félagsmiðlum, í gagnabönkum og fjölmiðlum. Um […]
Ritstjórnarpistill: Lokun
Á menningarvefum birtast myndir. Þessar myndir eru alla jafna af því tagi að telja megi til kynningarefnis listamanna eða liststofnana. Stundum eru það einfaldlega myndir af höfundum eða umfjöllunarefnum og stundum af listaverkum þeirra. Í gær barst Starafugli kröfubréf frá samtökunum Myndstef þar sem fullyrt var að ljósmynd hefði verið birt í leyfisleysi á vefnum […]
Sölvi Fannar flytur ljóð til gagnrýnanda Starafugls í Kaffigeddon
Sölvi Fannar Viðarsson flutti ljóð sitt Lífrænir rótarvísar, sem ort er til gagnrýnanda Starafugls, Kristins Sigurðar Sigurðssonar, vegna gagnrýni þar sem Kristinn fjallaði um verk og ímynd Sölva Fannars. Flutningurinn var hluti af viðtali í Kaffigeddon, sem er að sönnu epískt og meðmælist mjög.
Rigningarvatn
List er kapítal. Tjáning, innra líf og sköpun er kapítal. Samfélagskipan eins og við þekkjum hana byggist á verkaskiptingu sem byggist á arðráni og misskiptingu. Sú verkaskipting þar sem sérstakir listamenn eru starfandi, framleiðandi tjáningu, innra líf og sköpun, á meðan hinir djöflast í verksmiðjunni – byggist á arðráni og misskiptingu. Mýtan um listamanninn þrífst […]