Afdráttarlaust: Smartlandið

Fyrst kom eldgos. Eyjafjallajökull. Í framhaldi af þeim stundarpirringi sem eldgosið hafði á flugfarþega í Evrópu ákvað íslenska ríkið að hefja allsherjarauglýsingaherferð á Íslandi og Íslendingum. Að þeir væru svo fallegir og hipp og klikkaðir og léttskapandi. Ráðist var í gerð kynningarmyndbands sem þjóðin var hvött til að dreifa á samfélagsmiðlum til útlenskra vina sinna. […]