Bókmenntahátíð í Þórbergssetri 23. mars

„Sunnudaginn 23. mars næstkomandi verður árleg bókmenntadagskrá í Þórbergssetri í tilefni af því að í marsmánuði er afmælisdagur Þórbergs Þórðarsonar. Hann var fæddur 12. mars 1888 á Hala í Suðursveit. Gestur hátíðarinnar verður að þessu sinni Jón Gnarr borgarstjóri bókmenntaborgarinnar Reykjavíkur. Samkór Hornafjarðar flytur söngdagskrá og Soffía Auður Birgisdóttir heldur erindi um áhrif Þórbergs á nútima rithöfunda, þ.á.m. Jón Gnarr. Afhentar verða gjafir sem hafa verið að berast Þórbergssetri að undanförnu.“

Dagskrá og frekari upplýsingar: Bókmenntahátíð í Þórbergssetri 23. mars.