Ern eftir aldri sýnd í Bæjarbíói í kvöld og á laugardag

„Í tilefni hátíðarhaldanna hafði Ríkissjónvarpið ákveðið að styrkja nokkra kvikmyndagerðarmenn til að gera myndir í tengslum við hátíðina — myndir sem síðar yrðu sýndar á RÚV. Einn þeirra var hinn 36 ára Magnús Jónsson, en tíu árum áður útskrifaðist hann sem einn af fyrstu vel skóluðu íslensku kvikmyndaleikstjórunum eftir að hafa stúderað í Moskvu undir handleiðslu Roman Karmen. En mynd Magnúsar, Ern eftir aldri, var aldrei sýnd í Ríkissjónvarpinu. RÚV „þorði ekki að sýna hana,“ sagði rithöfundurinn Árni Bergmann mörgum árum síðar.

[…]

Ern eftir aldri verður sýnd í Bæjarbíói, Hafnarfirði, þriðjudaginn 25. mars 2014, klukkan 20:00 og aftur laugardaginn 29. mars klukkan 16:00. Einnig verður sýnd önnur mynd Magnúsar, 240 fiskar fyrir kú, auk viðtals við hann og stuttra mynda sem Kvikmyndasafnið kallar heimsóknarmyndir til Sovétríkjanna.“

Lesið um Ern eftir aldri á Wheel of Work Ern eftir aldri — lætur engan fara að gubba | WHEEL OF WORK.

Eins og blaut tuska í andlitið | RÚV

„Mig grunar reyndar að svarið liggi því miður í þeirri staðreynd að af öllu því rugli sem er í gangi þessa dagana þá virki þetta léttvægt, algjört aukaatriði og auðvitað er það jákvætt í sjálfu sér að auknir fjármunir séu settir í fjársvelta menningarstarfsemi. Að minnsta kosti finnst mörgum okkar sem ættum einmitt að vera gagnrýna þetta, fjármunum vel varið sem renna þó til listamanna þessa lands. En tölum samt aðeins um þetta í alvöru, þá staðreynd að þarna eru pólitíkusar að taka ákvarðanir um hvaða tónlist skal ríkisstyrkt á sama tíma og mikið hefur verið fyrir því haft í fjöldamörg ár að stuðla að fagmennsku og gagnsæi í stjórnsýslu lista- og menningarmála.“

 

Berglind María Tómasdóttir fjallar um ríkisstyrki til lista: Eins og blaut tuska í andlitið | RÚV.