Jenna Jensdóttir og Álfrún Gunnlaugsdóttir voru gerðar að heiðursfélögum í Rithöfundasambandi Íslands á aðalfundi sem haldin var í gærkvöldi. Báðar eru þær vel kunnar af verkum sínum; Jenna ekki síst fyrir bókaflokkinn um Öddu, sem hún skrifaði ásamt manni sínum Hreiðari Stefánssyni, og Álfrún fyrir skáldsögur sínar, ekki síst Yfir Ebrofljótið og nú síðast Rán. […]