Fréttabréf myndlistarmanna: Hoppað af gleði

Framsóknarflokkurinn fagnaði því að frumvarp ríkisstjórnarinnar um leiðréttingu verðtryggðra fasteignaveðlána var samþykkt sem lög á Alþingi hoppandi af gleði. Slík tjáning er óalgeng innan listheimsins, og hefur ekki orðið vart við hana þó að listin starfi vissulega af heilum hug með „hópa samfélagsins“ og „almenning“ í huga. Listin „means business“ eins og hún hefur sýnt […]

Nýló vísað á dyr – mbl.is

„Í tilkynningu um sýninguna á verkum Hreins Friðfinnssonar í Nýlistasafninu kemur fram að hún verði sú síðasta í húsnæði safnsins við Skúlagötu. Nýkjörinn formaður stjórnar Nýló, Þorgerður Ólafsdóttir, staðfestir að svo sé. Eigendur húsnæðisins, fasteignafélag í eigu Arion banka, ákváðu að tvöfalda leiguverð í sumar, sem hún segir brjóta allmikið í bága við loforð sem gefin hafi verið.

„Þeir tilkynntu okkur að markmiðið væri svo að fá milljón á mánuði, sem er óeðlilega mikil hækkun í ljósi þess hversu gallað rýmið er enn þann dag í dag,“ segir Þorgerður. Leigan hefur nú verið um kr. 400.000.“

via Nýló vísað á dyr – mbl.is.