Það er lyginni líkast þegar konseptið ber sannleikann ofurliði

Það er alltaf verið að ljúga að manni og manni finnst það misalvarlegt, stundum sækist maður jafnvel eftir því að veruleikanum sé hliðrað aðeins ef það er þannig sem maður sjálfur getur litið soldið betur út. Þetta er rosalega djúp sýning, það er rosalega mikil rannsóknarvinna að baki, þetta er samstarfsverkefni þriggja landa, það eru vísanir í svo margt í þessari sýningu. Og var ég búinn að segja þér, að hún er rosalega djúp sko, ef þú skilur hana ekki, ekki vera reyna skilja hana, hún er svo djúp, þú bara átt að vera á andlegu ferðalagi sko, þú átt að upplifa og iðrast, endurfæðast sko. Jesús var þrjá daga í gröfinni sko, það er hvalurinn sko. Hindúar fundu sko sín æðstu trúarrit á hafsbotni sko, það er það sama. Skilurðu. Þetta er trúarleg reynsla. Þetta er trúarlegt.

Ekki reyna að skilja það. Textinn er allur úr AA-bókinni. Þetta er sko alvöru uppgjör.

Vísir – Fær útrás fyrir sagnfræðinginn í leikhúsinu

„Það er líka annað sem fólk veit kannski ekki um leikhúsið að þótt æfingaferlið sé átta vikur þá er maður búinn að vera að vinna með textann og sögulegan bakgrunn verksins miklu miklu lengur. Ég hef stundum sagt að vinna við sum hlutverk sé næstum eins og BA-ritgerð. Þetta tengist mannfræði, þetta tengist sálarfræði og heimspeki, þetta tengist svo mörgu. Við erum alltaf með söguna á bakinu og þurfum að spegla bæði tíma verksins og samtímann. Þar að auki er maður alltaf að vinna með myndlistarfólki og tónlistarfólki og það var í rauninni ótrúlegt frelsi að fá að vera sá sem leiðir hópinn, eða einn af þeim.“

Margrét Vilhjálmsdóttir í viðtali í Fréttablaðinu – Vísir – Fær útrás fyrir sagnfræðinginn í leikhúsinu.