Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir. Sjálfsmynd úr Legói.

Fær hugmyndirnar sínar í Tiger í Kringlunni

- viðtal við fjöllistakonuna Lóu Hlín Hjálmtýsdóttur

Vofa leikur lausum hala um Facebook, vofa Lóu Hlínar Hjálmtýsdóttur. Eða svona eitthvað afsprengi Lóu allavega. Fullt af myndum eftir hana. Lóa ákvað semsagt að samhliða sýningu sinni á Borgarbókasafninu, sem nú stendur yfir (og má lesa aðeins meira um hér að neðan) myndi hún búa til eina teiknimyndasögu á dag í heilan mánuð og […]

Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir sýnir á Borgarbókasafni

Í dag, 7. mars kl. 16, opnar myndasögusýning á verkum listakonunnar Lóu Hlínar Hjálmtýsdóttur. Lóa lærði myndskreytingar í Parsons í New York. Hún hefur sent frá sér bókina Alhæft um þjóðir (2009) og birt myndasögur í ýmsum ritum. Sýningin er staðsett á annarri hæð í myndasögudeild aðalsafns Borgarbókasafns, Tryggvagötu 15. Myndverk Lóu má líka skoða […]