Tíu góðar myndir eftir konur á Netflix | Kvikmyndavefurinn Svarthöfði

„Talsvert hefur verið rætt og ritað undanfarið um hversu skarðan hlut konur bera frá borði í kvikmyndaheiminum. Nú síðast vakti Jane Campion athygli á þessu í Cannes þar sem hún fór fyrir dómnefndinni. Samkvæmt nýrri könnun leikstýrðu, skrifuðu og framleiddu konur aðeins 26% sjálfstæðra kvikmynda, í fullri lengd, sem sýndar voru á kvikmyndahátíðum á síðasta […]

Myndin af Ragnheiði | *knúz*

„Þannig hefur orðið til sú mynd sem við þekkjum af Ragnheiði. Hún er holdtekja skörungsskapar, hreinleika, ástríðu, hinnar þjáðu móður og hins upphafna píslarvotts. Við höfum fært hana inn í bókmenntaleg sniðmát (e. trope) og drögum út frá þeim ályktanir um upplifanir hennar. Með þessu kjósum við að draga fram þá þætti sem falla vel að þeirri sögu sem við viljum segja en veitum enga athygli þáttum sem draga úr vægi þessara sniðmáta. Meðal þess sem hefur verið sniðgengið er kynverund Ragnheiðar. Við leitum allra leiða til að varðveita „hreinleika“ hennar þrátt fyrir að hafa eignast barn í lausaleik. Sú Ragnheiður sem var, fyrir 350 árum, manneskja af holdi og blóði er horfin og eftir stendur mynd á stalli.“

Eva Dagbjört Óladóttir og Guðný Elísa Guðgeirsdóttir skrifa um óperuna Ragnheiði via
via Myndin af Ragnheiði | *knúz*.

„Sannleikurinn er eins og sköp kvenna“ – DV

„Í sýningunni felst ákveðin speglun sem ekki veitir af í samfélaginu. Þó kvennabarátta undanfarinna áratuga hafi vissulega skilað miklum árangri er hætta á að við sofnum á verðinum og höldum að “þetta” sé komið eða komi að sjálfu sér. Útlits- og æskudýrkun ásamt raunveruleikafirrtum hugmyndum um kynlíf og mannslíkamann eru stór hættumerki. Konur þurfa að halda vöku sinni, standa saman og hætta að vantreysta sjálfum sér og kvenlægum gildum.“

Kristín Gunnlaugsdóttir í viðtali í DV „Sannleikurinn er eins og sköp kvenna“ – DV.

Kellíngar í dægurtónlist – erindi flutt á ráðstefnu Kítons | *knúz*

„Að því sögðu þá skiptir það verulegu máli að konur tjái sig um tónlist, því þó við höfnum þeirri miklu áherslu sem lögð var á það í annarri kynslóð femínisma að reynsluheimur og menning kvenna sé verulega frábrugðin reynsluheimi og menningu karla, þá er munur og þó hann fari minnkandi, þá mun hann seint hverfa. Frá því sjónarhorni er mjög mikilvægt að raddir kvenna heyrist í allri umræðu, þar með talið umræðu um tónlist. Það eru og fleiri svör við spurningunni um tilgang þess að konur taki þátt í opinberri umfjöllun og umræðu um tónlist, fjöldamörg svör reyndar, en ég læt nægja að nefna eitt til viðbótar: Það er mikilvægi þess að stúlkur eigi fyrirmyndir, sjái konur sem semja og flytja tónlist og taka þátt í umræðum um tónlist.“

Árni Matt skrifar um kyn og dægurtónlist.

via Kellíngar í dægurtónlist – erindi flutt á ráðstefnu Kítons | *knúz*.