Listaverk er ekki hlutur, það er lífið

Inngangur að bókinni Foucault – þrír textar

Núna þegar niðurnjörvaður prófessjónalismi er búinn að gelda svo margt fallegt er ágætt að minnast Michel Foucault sem lést fyrir einmitt þrjátíu árum síðan af völdum alnæmis. Heimspeki var ekki aðeins stundir á bókasafni, kennsla eða háspekilegar rökræður fyrir honum, heimspeki var lífið. Hann vildi skilja hvaða hugmyndastraumar skilyrðu hugsanir hans og hvernig hann gæti […]