„Tónlistarsagan er saga af verkum karla“ – Tónlist kvenna | RÚV

„Tónlistarsagan, líkt og önnur menningarsaga er saga af verkum karla. Í klassískum tónlistarheimi er sífellt verið að endurskapa gömul og klassísk verk og þannig er dvalið í fortíðinni — í nútíðinni. Það er innbyggð íhaldsemi í faginu sem aftur smitar vel út frá sér inn í heim nútíma- eða samtímatónlistar enda flestir þar komnir úr heimi klassíkur. Tilraunatónlist er ögn skárri enda kannski ákveðið kynleysi til staðar í þeim tónlistargeira, og áhrifin fjölbreytilegri.“

Berglind María Tómasdóttir flutti pistil í kjölfar uppskeruhátíðar KÍTÓNS 

via Tónlist kvenna | RÚV.

Villuljós í Hörpu – Jónas Sen – Vísir

Atriðin voru ákaflega misjöfn að gæðum, eins og gengur þegar dagskráin er bland í poka. Sumt var mjög áhrifamikið. Þar á meðal var lag eftir Lay Low sem hún söng sjálf. Einnig má nefna lag eftir Báru Grímsdóttur í meðförum Vox feminae, sem og notalegt djasslag eftir Sunnu Gunnlaugsdóttur í eigin flutningi. Spuni eftir Ragnhildi Gísladóttur var líka skemmtilegur. […] Á milli laganna voru sýnd örstutt myndbrot. Þau samanstóðu af viðtölum við aðaltónlistarkonuna sem var að fara að stíga á sviðið hverju sinni. Nánast alltaf var spurt að því sama, og yfirleitt var það eina spurningin: Ertu stressuð? Það var afar einsleitt, sérstaklega eftir því sem á leið.

Jónas Sen skrifar um uppskerukvöld Kítóns Vísir – Villuljós í Hörpu.