Brennu-Njálssaga besta íslenska verkið – mbl.is

„Úrslit í vali Kiljunnar á íslenskum öndvegisritum liggja nú fyrir en Brennu-Njálssaga vermir efsta sætið, en höfundur hennar er ókunnur. Í öðru og þriðja sæti eru skáldsögurnar Sjálfstætt fólk og Íslandsklukkan sem eru báðar eftir Halldór Laxness.

Ljóðmæli eftir Jónas Hallgrímsson er í fjórða sæti og Egilssaga í því fimmta, en talið er mögulegt að Snorri Sturluson sé höfundur verksins.“

via Brennu-Njálssaga besta íslenska verkið – mbl.is.

Íslensk öndvegisverk – takið þátt í að velja « Silfur Egils

„Eins og sagt var frá í Kiljunni í gær erum við að taka saman lista yfir íslensk öndvegisverk – það sem er stundum kallað kanóna. Þetta er sáraeinfalt. Við biðjum sem flesta bókmenntaunnendur að taka þátt. Hver þátttakandi velur 20-30 íslensk bókmenntaverk. Þetta mega vera skáldsögur, ljóð, leikrit, ævisögur, barnabækur, fornsögur, fræðibækur og hvaðeina. En þetta eiga að vera grundvallarrit – sem eru orðin þáttur í menningu okkar. Verkin mega vera frá öllum tímabilum – allt frá söguöld og fram til vorra daga. Svörin skal senda á netfangið kiljan@ruv.is.

Niðurstöðurnar verða ópersónugreinanlegar, þ.e. hvergi kemur fram hver hefur valið hvaða verk og fyllsta trúnaðar gætt. Góð bókaverðlaun verða veitt þremur þátttakendum.“

via Íslensk öndvegisverk – takið þátt í að velja « Silfur Egils.