Myndlistarsýning: Hlaðborð bókverka

„Föstudaginn 4. apríl milli 14:00-16:00 verður boðið upp á hlaðborð bókverka, en þar sýna nemendur á 1. og 2. ári verk sem urðu til á námskeiðinu Bókverkablót undir leiðsögn Jóhanns L. Torfasonar.

Hlaðborðið er hugsað sem forsýning á verkum sem sýnd verða á komandi Listahátíð í maí. Ellefu nemendur komu að gerð verkanna sem eru með fjölbreyttara móti og gefst gestum kostur á að skoða verkin með öllum skynfærum. Hlaðborðið verður í kennslustofunni „Finnlandi“ í Laugarnesi.“

via Myndlistarsýning: Hlaðborð bókverka.