Vísir – Lostastundin er ekki við hæfi barna

„Kunstschlager fagnar sumrinu og tíma ástarinnar sem er að ganga í garð. Við ætlum að bjóða sýningargestum upp á lostafulla myndlist af hvers kyns toga,“ segir Guðlaug.

„Það er leynd yfir því hverjir það eru sem að sýna, en við getum gefið upp að á meðal annarra verða með verk á sýningunni þau Steingrímur Eyfjörð, Kristín Ómarsdóttir og Helgi Þórsson,“ segir Guðlaug og bætir við að erótík og list eigi vel saman og kominn sé tími til að setja upp sýningu sem þessa.

Rætt við Guðlaugu Miu Eyþórsdóttur sýningarstjóra í Fréttablaðinu via Vísir – Lostastundin er ekki við hæfi barna.

Vinnslan og Tjarnarbíó – Opnunarhátíð Tjarnarbíós 29. mars

Í kvöld frá klukkan sjö til miðnættis heldur listahópurinn Vinnslan opnunarhátíð í Tjarnarbíó „og mun leikhúsið við tjörnina iða af lífi og list í hverjum króki og kima“ líkt og segir í tilkynningu og er lofað myndlist, sviðslist, tónlist, gjörningar, vídjóverk, innsetningar, ljóðlist og fleiru. Á einni kvöldstund getur þú upplifað margt af því áhugaverðasta […]