„En svo ætlaði þakið hreinlega af húsinu og allir stóðu á fætur sem einn maður, æpandi og klappandi, þegar höfundarnir gengu fram á sviðið, líbrettuskáldið Friðrik Erlingsson og þó fyrst og fremst gamli elskaði popparinn Gunnar Þórðarson sem hefur glatt okkur með lögum sínum og hljóðfæraleik í hálfa öld. Það má mikið vera ef í heiminum öllum finnst dægurtónlistarmaður sem nær eins stórkostlegum hápunkti á feril sinn og Gunnar náði í gærkvöldi.“
Silja Aðalsteinsdóttir skrifar á TMM-vefinn um óperuna Ragnheiði.
via Mala domestica : TMM.