Það er lyginni líkast þegar konseptið ber sannleikann ofurliði

Það er alltaf verið að ljúga að manni og manni finnst það misalvarlegt, stundum sækist maður jafnvel eftir því að veruleikanum sé hliðrað aðeins ef það er þannig sem maður sjálfur getur litið soldið betur út. Þetta er rosalega djúp sýning, það er rosalega mikil rannsóknarvinna að baki, þetta er samstarfsverkefni þriggja landa, það eru vísanir í svo margt í þessari sýningu. Og var ég búinn að segja þér, að hún er rosalega djúp sko, ef þú skilur hana ekki, ekki vera reyna skilja hana, hún er svo djúp, þú bara átt að vera á andlegu ferðalagi sko, þú átt að upplifa og iðrast, endurfæðast sko. Jesús var þrjá daga í gröfinni sko, það er hvalurinn sko. Hindúar fundu sko sín æðstu trúarrit á hafsbotni sko, það er það sama. Skilurðu. Þetta er trúarleg reynsla. Þetta er trúarlegt.

Ekki reyna að skilja það. Textinn er allur úr AA-bókinni. Þetta er sko alvöru uppgjör.

Vísir – Hál og mjúk sýning sem tunga hvals

„Leikarar birtast, nánast einsog draugar, og flækjast að því er virðist stefnulaust um í iðrum og innyflum hvalsins – byggja á spuna og samskiptum við áhorfendur. Minnisstæður er til dæmis Dóri DNA tjargaður og fiðraður í lítilli seglskútu sem hengd var upp í loftið; situr umkomulaus og messar grátklökkur og reiður í senn yfir mannskapnum samhengislausa og mótsagnakennda speki sína: „Ef hvalur er svona gáfuð skepna, af hverju heldur hann sig þá ekki utan íslensku landhelginnar?““

Jakob Bjarnar Grétarsson skrifar um Fantastar via Vísir – Hál og mjúk sýning sem tunga hvals.

Í iðrum hvalsins : TMM

„Gestir eru leiddir í afmörkuðum hópum um geysistórt rými Brimhússins sem mótað er eftir innviðum stórhvela og fá alls konar upplifanir sem maður á ekki von á í innyflum hvala – hitta seiðkonur, galdrakarla, miðil, spákonur, fiðraðan mann sem er einn á báti uppi undir lofti og heldur kannski að hann sé guð. Maður fær […]