Skyndilegt umsátur sem skiptir ekki nokkru máli eftir Evu Rún Snorradóttur

  Á gatnamótum stöndum við í hnapp, áhugalausir ferðamenn í skipulagðri göngu um sögulega staði þrælahalds í borginni. Sitjandi á ísskápum í gardínulausum gluggum báðum megin okkar svo langt sem augun eygja, sviplausar konur af asískum uppruna. Áfram gakk. Híf op. Allir mínir menn. Leiðtogi göngunnar rekur okkur áfram, það þarf að skoða gamalt hús […]

Hýrt ljóðakaffi

Þriðjudaginn 18. mars verður haldið hýrt ljóðakaffi á Stofunni kl. 18:30. Hinsegin skáld lesa upp margskonar texta í huggulegri stemmningu. Allir velkomnir! Fram koma: Eva Rún Snorradóttir Guðbergur Bergsson Kristín Ómarsdóttir Sigurður Örn Guðbjörnsson Vala Höskuldsdóttir Elías Knörr

Hlutverk opinberra leikhúsa | REYKVÉLIN

„Ég ætla ekki að tala um peninga. Við lendum alltaf í holum þegar við tölum um peninga. Hér er til nóg af peningum. Hér flæðir allt í peningum. Áhrif og umsvif listarinnar eru auðvitað mun veigameiri og mikilvægari en peningar, verða aldrei talin í júrum og krónum, aldrei sett fram í excelskjali. Þú getur ekki rökstutt blóm. Peningar eru bara kerfi sem mennirnir bjuggu til. Mig langar aðeins að fara yfir þau atriði sem mér finnst að mætti skoða, setja spurningarmerki við, endurhugsa, og fara yfir, varðandi opinber leikhús.“

Erindi Evu Rún Snorradóttur á nýlegu málþingi um hlutverk opinberra leikhúsa Hlutverk opinberra leikhúsa | REYKVÉLIN.

Upptökur frá málþingi um hlutverk og stefnu opinberra leikhúsa. | REYKVÉLIN

Nú má sjá á Reykvélinni upptökur frá málþingi um hlutverk og stefnu opinberra leikhús og haldið var á vegum leiklistardeildar LHÍ. Magnús Þór Þorbergsson, lektor við deildina, stjórnaði umræðum. Til máls tóku, í aldursröð: Eva Rún Snorradóttir, Jón Páll Eyjólfsson, Steinunn Knútsdóttir og Þórhildur Þorleifsdóttir.

Smellið hér til að sjá: Upptökur frá málþingi um hlutverk og stefnu opinberra leikhúsa. | REYKVÉLIN.