Níðhöggur (sýnishorn) til niðurhals: Hér er er gripið niður í tvo kafla um miðbik bókarinnar, án þess þó að megin atburðarásinni sé spillt. Saga eftirlifenda III: Níðhöggur, lokabók þríleiksins, er væntanleg í október næstkomandi. Forsíðumynd Níðhöggs teiknaði Sigmundur Breiðfjörð. Fyrri tvær bækur þríleiksins eru:
Emil Hjörvar Petersen
Viljaverk í Palestínu: Aðfararorð
Ljóðabókin Viljaverk í Palestínu er gefin út þann 22. júlí árið 2014. Sum ljóðanna í henni urðu til löngu fyrr og einhver þeirra hafa birst áður en flest þeirra eru þó ort fyrir þessa bók. Áskorunin sem skáldin fengu fyrir viku var að bregðast með einhverjum hætti við frægu ljóði Kristjáns frá Djúpalæk, Slysaskot í Palestínu. Tekið var fram að þau mættu sjálf túlka hvað fælist í „viðbragði“ – að það þyrfti ekki nauðsynlega að vera nýr texti og gæti þess vegna verið þýðing á hundgömlu kvæði, ef það passaði.
Aflausnarseiður eftir Emil Hjörvar Petersen
Samviskan rauðglóandi gegn samvistun kuldagadds og gildi höfuðstóla nær hámarki við suðumark. Kýldar voru sællífis vambir kýldir voru rakir kjálkar allar vertíðir allan ársins hring. Höggin fannst okkur gjarnan þægileg því við þrifumst í gufunni úr þeim suðupotti sem við kölluðum tilvist. En nú, í soðningu úthverfa sýna veggjakrotin handan suðumarks: Aðeins dynjandi trumbur […]