„Reykjavík Shorts&Docs Festival hefst í dag fimmtudag og stendur til 9. apríl í Bíó Paradís og Stúdentakjallaranum. Þetta er í 12. sinn sem hátíðin er haldin. Að venju er áherslan á innlendar og erlendar stutt- og heimildamyndir, en auk kvikmyndasýninga verða fjöldi annarra viðburða á hátíðinni. Áhorfendur munu velja bestu íslensku stutt- eða heimildamyndamyndina og verða verðlaunin veitt sigurvegaranum á verðlaunaathöfn á lokakvöldi hátíðarinnar 9. apríl í Bíó Paradís.“
via Reykjavik Shorts & Docs Festival hefst í dag | Klapptré.