Tónlist vikunnar: Karlsson & Karlsson

Já, já, já ég hata borgarastéttina.
Já, já, já ég hata alla konungsfjölskylduna.
Já við skulum vopnast,
já við skulum vopnast.

Svo söng sænska pönkhljómsveitin Ebba Grön árið 1979 og bætti við að aðallinn mætti vel þola „dálítið blý í hnakkann“. Lagið heyrir til sænskrar pönkklassíkur (kom meira að segja út á plötu sem hét „Svenska punkklassiker“) og hefur verið koverað af Gautaborgarhardkorsveitinni Skitsystem.

Yahya Hassan

Yahya Hassan heitir danskt ljóðskáld, ríkisfangslaus palestínumaður fæddur 1995, og hefur sett landið (Danmörku) á annan endann með samnefndri ljóðabók (samnefndri honum, sem sagt, bókin heitir Yahya Hassan) sem hefur selst í yfir 100 þúsund eintökum – og er söluhæsta ljóðabók í sögu Danmerkur. Bókin er sjálfsævisöguleg fyrstu persónu frásögn, eins konar ákæra á hendur […]