Ég hef ekki gert margar athugasemdir við uppröðunina á lista Rolling Stone, sem ég nota fyrst og fremst til að velja hvaða plötu ég á að hlusta á næst. Þetta á ekki að vera krítík á listann sem slíkan, enda er hann auðvitað svo gott sem úreltur, heldur umfjöllun um plöturnar sem lentu á honum. […]
Aretha Franklin
84: Lady Soul með Arethu Franklin
Það verður ekki beinlínis sagt að Aretha Franklin sé með litla og brothætta rödd sem þurfi sérstaklega að halda uppi með nýjustu tækni og vísindum, en það er magnað að hlusta á muninn á upprunalegu útgáfunni á „Chain of Fools“ – sem opnar þessa plötu – og endurhljóðblönduðu og óklipptu útgáfuna sem kemur sem bónusefni […]