„Líf Tobbu er einfaldlega ekki í frásögur færandi því að söguhetjan vinnur fátt annað sér til afreka en að vaxa úr grasi og vera gamansöm. Sennilega er sögunni ætlað að vera í einhverjum skilningi þroskasaga en í hana vantar öll átök og lesandinn fær á tilfinninguna að Tobba ritskoði sjálfa sig hressilega.
Á einhvern hátt minnir textinn á gamansamar færslur í gestabókum í sumarbústöðum, hálfkveðnar vísur um það sem fram fór.“
Ólöf Skaftadóttir skrifar um 20 tilefni til dagdrykkju eftir Tobbu Marinós via Vísir – Tilefnislaus dagdrykkja.