Starafugl tekur á móti efni um:
Skáldsögur, ljóðabækur og rit almenns eðlis
Kvikmyndir
Leikverk
Myndlist
Allt ofangreint
Allt neðangreint
Allt ofan- og/eða neðangreint
Barnaefni
Mat og eldamennsku
Fátækt
Klám og/eða erótík
Messur
Byggingarlist
Tónlist
Heimspeki
Stjórnlist
Gagnrýni
Gagnrýnigagnrýni
Gagnrýnigagnrýnigagnrýni
Starafugl tekur einnig við:
Viðbrögðum við gagnrýni
Harðvítugum svörum við gagnrýni
Kurteislegum leiðréttingum
Viðtölum við fólk sem fæst við eitthvað
Ljóðum og listaverkum
Smásögum
Meiðyrðabréfum
Lögsóknum
Fréttaskotum
Almennum og sértækum deleringum um andleg málefni
og ábendingum
Listinn er ekki endanlegur enda listin ekki endanleg, allt fram streymir.
Starafugl fagnar afdráttarleysi en hafnar hálfkveðnum vísum og rýni undir rós. Starafugl fagnar ekki dónaskap en reynir að skilja hann, tekur hann jafnvel til greina í undantekningatilfellum, og gengst þá í ábyrgð fyrir hann.
Sem höfundar koma til greina allir þeir sem áhuga hafa og skila áhugaverðu efni. Ritstjórn áskilur sér rétt til að ritstýra sumu efni, birta annað einsog það kemur af kúnni og hafna enn öðru.
Áhugasamir skrifi ritstjóra á eon@norddahl.org