Í ÍBÚÐINNI SEM ÉG KVEIKTI Í
BORÐUÐUM VIÐ ALLTAF Á GÓLFINU
PABBI SVAF Á DÝNU Í STOFUNNI
SYSTKINI MÍN ÞAU SEM ÞÁ VORU FÆDD
DREIFÐUST ÚT UM ALLA ÍBÚÐ
EITT VIÐ TÖLVUNA EITT SKRÍÐANDI Á GÓLFINU
OG EITT HJÁ MÖMMU Í ELDHÚSINU
EF ÞÚ HELDUR ÁFRAM AÐ PIRRA SYSTKINI ÞÍN
ÞÁ BRENNI ÉG ÞIG
SAGÐI MAMMA OG OTAÐI KVEIKJARANUM HANS PABBA
Yahya Hassan
Ritstjórnarpistill: Eina ástin sem skiptir máli
Starafugl lauk sínu fyrsta heila vikuflugi á laugardag með birtingu á færslu í flokki „tónlistar vikunnar“ – þar sem Haukur S. Magnússon velti því fyrir sér hvort að poppmúsík væri búin að missa bitið, hvort hún hneykslaði engan lengur, og rifjaði upp dauðateygjurnar, svo að segja, The Downward Spiral með Nine Inch Nails og heimildarmyndina […]
Yahya Hassan
Yahya Hassan heitir danskt ljóðskáld, ríkisfangslaus palestínumaður fæddur 1995, og hefur sett landið (Danmörku) á annan endann með samnefndri ljóðabók (samnefndri honum, sem sagt, bókin heitir Yahya Hassan) sem hefur selst í yfir 100 þúsund eintökum – og er söluhæsta ljóðabók í sögu Danmerkur. Bókin er sjálfsævisöguleg fyrstu persónu frásögn, eins konar ákæra á hendur […]