Gagnrýni | Vonarstræti | Klapptré

Vonarstræti fjallar um tiltölulega nýskeða fortíð sem við höfum samt gleymt glettilega miklu um. Sögusviðið er Reykjavík góðærisins – líklega 2005 eða 2006 – og í baksýnisspegli hrunsins hefur þetta tímabil oft verið málað öllu sterkari litum en raunin var. En myndin forðast þær klisjur og birtir okkur ágætlega sannfærandi mynd af árunum fyrir hrun – það var vissulega partí en á meðan Sölvi var fastur þar þá vorum við hin flest í sporum Eikar eða Móra – að glíma við sömu draugana og venjulega, lífið, sorgina, blankheitin og okkur sjálf. Sem er alltaf efni í gott bíó.

via Gagnrýni | Vonarstræti | Klapptré.