Vísir – Plata sem mun græta steratröll

„Þegar maður er búinn að safna tilfinningunum sínum inn í einhvern tólf laga ramma fer maður í svona ástand sem er bæði þægilegt og viðbjóðslegt. Ég ætla bara að sleppa henni lausri og taka á því í sveitinni,“ segir Svavar, en hann flutti nýverið á frúargarð í Berufirði í Djúpavogshreppi fyrir austan.

Prins Póló í viðtali um nýja plötu via Vísir – Plata sem mun græta steratröll.

Vísir – Bók fyrir sjálfan mig tvítugan

„Til hvers vísar tvífarinn í titlinum? „Tvífarinn er kannski framandleikinn í manni sjálfum eða ýmislegt sem maður nær ekki sambandi við. Eða kannski er tvífarinn bara veruleikinn sjálfur. Mörg þessara ljóða fjalla um ákveðið sambandsleysi og einmana fólk og þar er ég kannski að miðla einhverri tilfinningu sem hefur hangið með mér lengi, en þetta er líka sýn mín á samfélagið og hvar við höfum verið stödd allmörg undanfarin ár.““

Anton Helgi Jónsson, ljóðskáld, í viðtali við Fréttablaðið via Vísir – Bók fyrir sjálfan mig tvítugan.

Dimitri Eipides– Opið bréf vegna RIFF – Vísir

Það að byggja upp kvikmyndahátíð kallar á mikla fagþekkingu, vinnu og áhuga. Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík, sem verður haldin í 11. sinn á þessu ári, hefur orðið að viðurkenndri hátíð alþjóðlega og hefur tekið á móti virtum kvikmyndagerðarmönnum og fagfólki frá öllum heimshornum. Hún hefur hlotið mikið lof alþjóðlegra gesta og fjölmiðla. Án nokkurs vafa eru tækifæri hennar til að þróast áfram og stækka augljós, að því gefnu að ekki séu gerðar tilraunir til að draga úr möguleikum hennar með því að stofna aðra viðburði henni til höfuðs. Það er afar sorglegt að svo merkur áfangi skuli steyta á hindrunum sem ógna framtíð hennar.

Dimitri Eipides, fyrrverandi dagskrárstjóri RIFF, skrifar opið bréf vegna ákvörðunar borgarstjórnar um að láta af stuðningi við hátíðina.

Sjá nánar: Vísir – Opið bréf vegna RIFF.